Fara í efni

Mjór er mikils vísir! PLAY Akureyri -leikjaleikhús um götur og torg.

Play Akureyri leikjaleikhúshátið
Play Akureyri leikjaleikhúshátið


Þann 29. ágúst verður áherslan á FEN - Ferð til enda nætur (FEN). FEN er krefjandi eltingarleikurfyrir alla 18 ára og eldri. FEN er kapphlaup um götur bæjarins þar sem einstaklingar eiga að reyna að komast á sex stöðvar eins hratt og þú getur á meðan þú forðast að lenda í klóm ,,Eltaranna". Þeir sem nást verða "Eltarar" sjálfir og leita uppi sína fyrrum vini og samherja. Þetta er keppni án faratækja, enginn hjól, skautar, bílar, leigubílar eða strætó. FEN reynir hæfileika þína gegn umhverfinu og öðrum þáttakendum. Hafðu með þér vini þína, helst einhverja sem hlaupa hægar en þú! Frelsi, spenna og skemmtun í leik sem breytir upplifun þinni á Akureyri. Hafðu augun opin, hver sem er gæti verið að elta þig! Leikurinn tekur um 2-3 tíma og endar með verðlauna afhendingu, tónlist og gleði. Á sunnudeginum er vinnustofan ,,Leikum með leikhús". Vinnustofan rannsakar það litróf sem er á milli leikja, sviðslista og tölvuleikja, hefðbundinna þjóðlegra leikja og gagnvirks leikhúss. Vinnustofan er ætluð öllum sem nýta leiki í sköpun sinni hvort sem það er í sviðslistum eða öðrum skapandi greinum. Finndu þinn uppáhaldsleik og komdu með hann með þér eða hlut sem er táknmynd fyrir hann. Þetta má túlka á þann hátt sem þú vilt. Vinnustofan verður haldin í Rýminu og leidd verður af William Drew með þáttakendum úr sviðslistum og hugbúnaðargeiranum.

Til baka