Fara í efni

MÖGULEG AUKASÝNING Á HNOTUBRJÓTNUM

Það er löngu uppselt á Hnotubrjótinn í Hofi 22. nóvember kl. 20 en vegna fjölda fyrirspurna hefur verið ákveðið að opna fyrir skráningu áhugasamra á biðlista á aukasýningu kl. 17. Ef 200 manns hafa skráð sig á þann biðlista á mánudaginn 7. nóvember, er líklegt að efnt verði til aukasýningar.

Áhugasamir geta skráð sig í miðasölunni í Hofi eða sent tölvupóst á midasala@mak.is.

Hnotubrjóturinn er einn vinsælasti ballett allra tíma. Hann verður fluttur í viðhafnarbúningi í Hamraborg í Hofi af St. Petersburg Festival Ballettinum ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.  Miðaverð er 7.900 kr.

Til baka