Myndlistarsýningin Endurtekningar í Hofi
14.11.2017
Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar myndlistarsýningu sína Endurtekningar í Hofi þann 18.nóvember kl.16.15 en sýningin stendur til 7.janúar 2018.
Helga miðlar handverki í formi heklaðra blúndustykkja áfram í málverki. Mynstrið í blúndunni endurvarpast á strigaflöt í málverki. Með því móti miðlast orka úr handverki einhverrar óþekktrar konu inní nýtt verk Helgu. Stykki sem kona gerði hér áður er endurnýtt og hennar handverki er endurvarpað inn í okkar samtíma. Þannig eru eru líka hlutar úr því varðveittir. Með endurtekningu á þessu endurvarpi verður til nýtt mynstur. Litir og áferð varpa nýju ljósi á mynstrið og úr verður önnur heild.
Endursköpun á sér stað, nýjar heildir verða til.