Næst hjá SinfoniaNord
Menningarfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands standa heldur betur í stórræðum þessa dagana. Nú er komið að þjóðlagatöffurunum frá Finnlandi, Värttinä og SinfoniaNord þann 28. feb. kl 20
Värttinä er Finnlands frægasta þjóðlagasveit og hvalreki fyrir Akureyringa að fá svona stóra listamenn í heimsókn í Hof. Rætur sveitarinnar eru í Karelia svæðinu í Finnlandi. Þar er sterk hefð fyrir að konur leiði sönginn að hætti fornra ljóðahefðar kallað runos.
Värttinä byggir sína frumsömdu og nútímalegu tónlist á þessum fornu hefðum. Í 25 ár hafur Värttinä ferðast um heiminn og haldið tónleika fyrir stöðugt vaxandi aðdáendahóp. Nýlega lék sveitin með Lundúnarsinfóníunni og njótum við góðs af útsetningum sem gerðar voru fyrir þá tónleika.
Värttinä átti hlut í að semja tónlistina með A.R.Rahman við söngleikinn Lord of the rings. Plötur þeirra eru iðulega á toppi sölulista yfir heimstónlist og hafa þau unnið fjölda verðlauna.
Hér eru umsagnir úr heimspressunni.
Fiona Talkington, BBC 3 Late Junction, said of the group; "Värttinä has seemingly unstoppable creative energy. They thrill, surprise and amaze audiences all over the world." New York's Newsday described their music as "a gale-force
musical attack...beautifully poignant tunes...exotic but accessible, complex but exciting" and from Billboard magazine; "exquisite beauty...groundbreaking yet steeped in tradition, definitely Finnish, yet worldly."
Värttinä eru sex. Þrjár söngkonur og þrír hljóðfæraleikarar. Síðan bætist auðvitað SinfoniaNord við.
Mari Kaasinen - vocals
Susan Aho – vocals
Karoliina Kantelinen – vocals
Matti Kallio – accordion, flutes
Lassi Logrén – violin, jouhikko (bowed lyre), nyckelharpa (keyed fiddle)
Matti Laitinen – string instruments
Stjórnandi: Guðni Franzson