„Næstbesta“ myndaröð ársins í Hofi
Í dómnefnd eru m.a. listrænn stjórnandi National Geographic og myndaritstjórar Chicago Tribune og Sports Illustrated.
Myndröðin, Hidden People, er eftir pólska ljósmyndarann Adam Pańczuk við texta Sindra Freyssonar rithöfundar og sýna þær Íslendinga sem tengjast huldufólki og álfatrú á mismunandi hátt. Adam og Sindri fóru vítt og breitt um um landið sl. sumar og haust, leituðu uppi fólk með slík tengsl við álfatrú og tóku við þau viðtöl og ljósmynduðu í leit að undirstöðum íslenskrar vitundar. Myndaröð Adams og krufning Sindra á átrúnað á huldufólki á Íslandi eru að finna í veglegri bók sem gefin er út í tilefni af sýningunni og er til sölu í Hof.
Á vefsíðu Picture of the Year International má sjá ljósmyndir Adams og texta Sindra.
Ljósmyndasýningin stendur í Hofi til 6. mars nk. og fer þá í Gerðuberg og Listasafn Árnesinga.