Nú stendur mikið til - jólagleði um helgina
Að sögn Hauks Tryggvasonar, sem gjarnan er kenndur við Græna hattinn og stendur fyrir jólatónleikaveislunni í Hofi eru aðeins örfá
sæti laus á tónleika Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar en uppselt er á tvenna tónleika Baggalúts á laugardagskvöldinu.
„Þetta eru um 30 manna hópur einvala liðs listamanna sem mæta norður yfir heiðar um næstu helgi og óhætt er að fullyrða að gestir
verða ekki sviknir“.
Í kvöld flytja Sigurður Guðmundsson og Memfismafían ómótstæðilegar jólaperlur af jólaplötunni „Nú stendur mikið til“ sem kom út fyrir jólin 2010 og er strax orðin sígild í eyrum landsmanna. Lögin eru flest samin af Sigurði Guðmundssyni og Braga Valdimari Skúlasyni en sá síðarnefndi samdi jafnframt textana við öll lögin á plötunni fyrir utan eitt sem er við ljóð Steins Steinarrs.
Á laugardagskvöldinu verða svo tvennir tónleikar Baggalúts sem eru löngu búnir að festa sig í sessi sem órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningnum. „Fleytifullir af hátíðarsmellum, sykurhúðuðu jólapoppi og aðventugalsa“ eins og Baggalútsmenn orða það sjálfir.
Miðasala og nánari upplýsingar um tónleikana eru í miðasölu Hofs, s. 450 1000 og www.menningarhus.is