Nýdönsk í 25 ár
29.09.2012
-
29.09.2012
Í framlínu sveitarinnar eru tveir af bestu söngvurum okkar Íslendinga, þeir Daníel Ágúst Haraldsson og Björn Jörundur
Friðbjörnsson. Þéttskipaðir að baki þeim eru svo þeir Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Ólafur Hólm.
Einvalalið tónlistarfólks mun samfagna piltunum og koma fram þetta kvöld. Þetta eru þau Högni Egilsson og Sigríður Thorlacíus úr Hjaltalín, KK, Bryndís Halla Gylfadóttir, Samúel Jón Samúelsson, Urður Hákonardóttir úr Gus Gus auk hinnar einstöku Svanhildar Jakobsdóttur.
Á löngum og litríkum ferli hefur sveitin sent frá sér urmul eftirminnilegra laga og má þar nefna lög eins og Horfðu til himins, Alelda, Hjálpaðu mér upp, Nostradamus og Frelsið.
Á tónleikunum mun Nýdönsk leika sín þekktustu lög í bland við annað áhugavert efni sem rammar inn glæsilegan feril.