Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu
Ráðstefna um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu fer fram í Hofi á Akureyri dagana 4. og 5. júní. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að skapa aðstæður og upplifun þar sem ráðstefnugestir komast í snertingu við það sem efst er á baugi í nýsköpun og tækni í velferðarþjónustunni. Jafnframt að þeir geti öðlast vitneskju um hvar hægt sé að leita þekkingar og reynslu til að skapa árangursríkar lausnir í íslenskri velferðarþjónustu.
Á ráðstefnunni munu ráðherrar félags- og heilbrigðismála velta fyrir sér tækifærunum í velferðarþjónustunni og hvað þurfi til að nýta þau. Ráðstefnugestir munu m.a fá glöggar upplýsingar um helstu stefnur og strauma í nýsköpun og tækni á Norðurlöndunum og sérstök kynning verður á innleiðingu nýsköpunar og tækni í Noregi. Staða og tækifæri í nýsköpun og tækni á Íslandi verður síðan umfjöllunarefnið þar íslenskir fyrirlesarar munu nálgast viðfangsefnið út frá ýmsum sjónarhornum.
Ráðstefnan er haldin á vegum velferðarráðuneytisins, í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina, á formennskuári Íslands í norrænu samstarfi.
Aðgangur er ókeypis. Tungumál ráðstefnunnar verða enska, skandinavíska og íslenska. Skráningar fara fram hér.
.