Fara í efni

Öldin okkar - miðasala hafin!

Félagarnir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson í hljómsveitinni Hundur í óskilum setja upp, í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar, glænýtt leik- og tónverki sem kallast  Öldin okkar.  Hundinum er náttúrlega ekkert íslenskt óviðkomandi; hann gefur sig í tali og tónum að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna í brjóstum leikhúsgesta. Frábær skemmtun með helstu tvenndarleikurum landsins! Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir, höfundur leikmyndar er Axel Hrafnkell Jóhannsson.

Sýningin verður sett upp í Samkomuhúsinu, aðsetri LA, í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og Menningarhúsið Hof. Frumsýning er 31. október.

Miðasala fer fram í Menningarhúsinu Hofi og hefst föstudaginn 3. október. Miða má nálgast hér : http://www.menningarhus.is/is/vidburdir-og-midasala/oldin-okkar

 

Til baka