Öll velkomin á kynningu Stjörnu-Sævars
09.02.2024
Sjálfur Stjörnu-Sævar, Sævar Helgi Bragason, verður með kynningu í Menningarhúsinu Hofi fyrir viðburðinn Pláneturnar – Ævintýri sólkerfins sem fer fram í Hofi sunnudaginn 18. febrúar.
Sævar Helgi ætlar að fræða gesti um tónskáldið Gustav Holst, verkið og að sjálfsögðu pláneturnar sjálfar.
Kynningin hefst kl. 15 og eru öll velkomin. Tónleikarnir sjálfir hefjast kl. 16 og eru ennþá nokkrir miðar lausir á þennan spennandi viðburð. Ath; sérstakt barnaverð fyrir 12 ára og yngri. Miðasala á tónleikana er á mak.is