Fara í efni

Þjóðleikhúsið heimsækir Hof

Ómar orðabelgur ferðast um landið og hittir yngstu nemendur grunnskólanna og elstu nemendur leikskól…
Ómar orðabelgur ferðast um landið og hittir yngstu nemendur grunnskólanna og elstu nemendur leikskólanna.

Í gær flykktust leikskólabörn í Hof til að sjá nýja íslenska barnaleikritið Ómar orðabelgur. Í dag eru svo norðlenskum unglingum boðið í Hof að sjá einleikinn Velkomin heim. Sýningarnar eru á vegum Þjóðleikhússins sem er á ferð um landið og kemur inn í Hof í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar. 

Ómar orðabelgur er eftir Gunnar Smára Jóhannesson í leikstjórn Björns Inga Hilmarssonar. Í sýningunni sláumst við í för með Ómari orðabelg í leit að uppruna orðanna. Hvaðan kemur orðið fíll? Af hverju segjum við fægiskófla? Er appelsína epli frá Kína? Ómar orðabelgur ferðast um heim orðanna og kynnist allskonar skrýtnum orðum, en eitt orð mun hann kannski aldrei skilja til fulls. Dauðinn. Hvað er að deyja? Og hvað gerist eftir dauðann? Dauðinn er orð sem allir þekkja en veit einhver hvað það þýðir í raun?

María Thelma Smáradóttir var tilnefnd til Grímunnar í flokknum Sproti ársins fyrir verkið Velkomin heim. Í leiksýningunni segir hún sögu móður sinnar, fjallar um líf hennar í Taílandi og reynslu hennar þegar hún kom fyrst til Íslands fyrir 26 árum. 

 

 

Til baka