Fara í efni

Óperudraugurinn

Samkvæmt hefðbundnu útgáfunni þá er söguþráðurinn einhverhvern veginn með þessu hætti: „Sagan gerist í Parísaróperunni um síðustu aldamót og varð til þegar höfundur heyrði sögur um ógnvænlegan draug þar á bæ og dauðsföll sem tilvist hans voru tengd. Þá varð til sagan um Óperudrauginn með andlitsgrímuna, valdabráttu hans og forráðamanna óperuhússins og samband hans við unga og glæsilega söngkonu, sem lengi vel naut ekki hylli sem skyldi. Óperudraugurinn er skemmtileg saga um ástir, harma, spennu og glens í einhverju glæsilegasta óperuhúsi veraldar.“  

Í þessari uppfærslu þá er nútímanum og fortíðinni blandað saman á skemmtilegan og nýstárlegan hátt.

Með hlutverk fara:
Óperusöngvarar – Michael J. Clarke, Alexandra Chernyshova, Ívar Helgason, Dagrún Ísabella Leifsdóttir, Snorri Snorrason, Gunnar Björn Jónsson og Sonja Hafsteinsdóttir
Hljómsveit – Risto Laur / hljómborð, Kaldo Kiis / básúna, Rodrigo Lopez / trommur og Matti Saarinen / gítar
Leikstjórar – Guðrún Ásmundsdóttir, Alexandra Chernyshova og Margrét Ákadóttir
Kórar – Draumaraddir norðursins og kór Óperu Skagafjarðar
Leikarar – Margrét Ákadóttir og Helgi Thorarensen

Ópera Skagafjarðar hefur sett upp og sýnt La Traviata og Rigoletto, tvær af þekkstustu og erfiðustu óperum sögunnar og gert það með miklum sóma. Alexandra setti upp í samstarfi við aðra tvær stuttar óperur haustið 2009 sem voru síðan tilnefndar til áhorfendaverðlauna Grímunnar. Draumaraddir norðursins hafa verið starfræktar í tvö ár og hafa þegar vakið athygli fyrir sönggæði, skemmtilegt lagaval og almennan metnað í verki.

Til baka