Opið fyrir umsóknir í Upptaktinn
04.01.2024
Búið er að opna fyrir umsóknir í Upptaktinn! Umsóknarfrestur er til 5. febrúar.
Upptakturinn er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Hörpu. Áhersla er lögð á að hvetja börn og ungmenni í 5.-10. bekk til að semja tónlist og styðja þau í fullvinnslu hugmyndar. Ungmennin sem komast áfram vinna að útsetningum undir leiðsögn reyndra tónlistarmanna. Að þessu ferli loknu verða til ný tónverk sem flutt verða á tónleikum og varðveitt með upptöku.
Lengd tónverks, óháð tónlistarstíl, skal vera 1-5 mínútur að hámarki, annaðhvort einleiks eða samleiksverk fyrir allt að 6 flytjendur.
Nánari upplýsingar eru HÉR.