Fara í efni

Opið hús á sunnudag kl. 12-16. Sjáumst í Hofi!

Á meðal dagskrárliða eru:

Afmælisbröns hjá 1862 Nordic Bistro kl. 11:00-14:00.

Útvarpsþátturinn Gestir út um allt sem sló heldur betur í gegn síðastliðinn vetur á Rás 2. Margrét Blöndal og Felix Bergsson, umsjónarmenn þáttarins, bjóða til sín góðum gestum en aðalgestur þáttarins verður Eyjólfur Kristjánsson og leynigesturinn mun koma skemmtilega á óvart. Hljómsveit Hjörleifs Arnar Jónssonar verður á sínum stað. Áhorfendur eru velkomnir í salinn til að taka þátt í gleðinni kl. 12:45-15:00.

Sirkus Íslands kennir börnum á öllum aldri sirkuskúnstir á milli kl. 14-16 í Hamragili.

Lifandi svipmyndir frá fyrsta starfsári Hofs verða sýndar í Hömrum.

Nemendur Tónlistarvinnuskólans leika fyrir gesti og gangandi víðsvegar um húsið.

Gestum verður boðið uppá afmælisköku í boði 1862 Nordic Bistro kl. 15:00.

Spennandi afmælistilboð í Hrím hönnunarhúsi.

Miðasalan verður opin þar sem hægt er að kynna sér áskriftarkort Hofs og dagskrána framundan.

Gestir og gangandi eru hvattir til þess að  líta við í Hofi á í dag, skoða húsið og starfsemina og taka þátt í skemmtilegri dagskrá!

Til baka