Fara í efni

Stórval og Listasumar

Myndlistasýningin Stórval í 110 ár verður opnuð sunnudaginn 24. júní kl. 15 í Hamragili um leið og setning Listasumars fer fram mep pompi og prakt.

Stórval í 110 ár er yfirlitssýning á verkum eftir listamanninn Stefán V. Jónsson, betur þekktum undir listamannsnafninu, Stórval. Sýningin er haldin í tilefni þess að þann 24. júní 2018 eru 110 ár liðin frá fæðingu þessa sérkennilega listamanns. Stefán V. Jónsson var einstakur maður og þekktur fyrir sérstakan og naívískan stíl. Uppáhalds viðfangsefni hans var fjallið Herðubreið.  Verkin á sýningunni eru flest í eigu afkomenda Stefáns sem jafnframt eru aðstandendur sýningarinnar. 

Sýningin, sem er hluti af Listasumri á Akureyri, er haldin af Tinnu Stefánsdóttur langafabarni Stefáns í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og er styrkt af Menningarsjóði Akureyrar. 

Sýningin stendur yfir til 25.ágúst og er opin alla daga í sumar.

 

Dagskrá opnunarinnar og setning Listasumars kl. 15:

Alexander Kristjánsson Edelstein spilar tvö lög

Hilda Jana Gísladóttir formaður stjórnar Akureyrarstofu setur Listasumar

Urður Sahr og Katrín Birna sýna part úr dansverkinu Ekki hreyfa þig, sem sýnt verður í Hofi 28. júní næstkomandi

Jenný Lára Arnórsdóttir verkefnastjóri Listasumars stiklar á stóru um viðburði Listasumars

Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar opnar sýninguna Stórval í 110 ár

Tinna Stefánsdóttir langaafabarn Stórvals segir nokkur orð

 

Allir velkomnir. 

 

 

 

Til baka