Frábærir páskar hjá Menningarfélagi Akureyrar
Páskarnir hjá Menningarfélagi Akureyrar verða frábærir og
hægt að finna eitthvað fyrir alla!
Litla Hryllingsbúðin sem gerði allt vitlaust á Akureyri í haust snýr aftur einungis yfir páskana með örfáar sýningar og er þá frábært tækifæri fyrir pör, fjölskyldur eða vinahópa að renna sér úr brekkunni beint í leikhús að sjá þessa mögnuðu, skemmtilegu og hryllilegu sýningu.
Miðasala er hér!
Það verður stórhátíð í Hofi á Skírdag, 17. apríl en þá verður hin stórfenglega Jóhannesarpassía Bachs flutt af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kór Akureyrarkirkju, Kammerkór Norðurlands og einvala liði einsöngvara. Verkið er stundum kölluð drottning allra tónverka. Frásögnin af síðustu stundum Krists eins og hún er sögð í guðspjalli Jóhannesar. Handtaka Krists, yfirheyrsla, krossfesting og loks dauði er umfjöllunarefnið í þessu einu ástsælasta stórvirki Bachs.
Miðasala er hér!
Þann 19. Apríl er svo tvenna af tónleikunum “Vilhjálmur Vilhjálmsson 80 ára”. Friðrik Ómar Syngur lög Vilhjálms ásamt stórhljómsveit undir stjórn Karls. O. Olgeirssonar. Miðasala er hér!
Gleðilega páska á Akureyri!