Fara í efni

Vorsýning Point dansstúdíós

Dagskrá sjónvarpsins þennan dag byrjar á barnatíma þar sem pollapönkarar sýna hvað í þeim býr. Í fréttum verður það helst að álfar og tröll þjóta út úr hólum sínum og fjöllum, í stanslausu stuði og með ryksuguna á fullu. Rigningin verður eflaust góð í veðurfréttunum og landsleikur í handbolta er vissulega ómissandi á góðu sjónvarpskvöldi. Djöflaeyjan verður líka á dagskrá og Söngvakeppni sjónvarpsins á eftir að koma skemmtilega á óvart. 

Tæplega 400 nemendum skólans er skipt niður á tvær mismunandi sýningar. Allar sýningarnar fjórar eru laugardaginn 19. maí.

Sýningartímar og hópar

11:30 og 13:00 – ( hópur 1)

A1, A3, 4-5 ára-2, B2, C1, C4, D1, Úrval 1 og 2 og mömmurnar.

16:00 og 17:30 – (hópur 2)

A2, B3, 4-5 ára-1, B1, C2, C3, Úrval 1 og 2 og mömmurnar.

Til baka