Fara í efni

Skonrokk rokkveisla - aukatónleikar komnir í sölu

Rokkveisla aldarinnar verður í Hofi 9. nóvember næstkomandi. Aukatónleikar kl. 23 eru komnir í sölu!

Klassískt gullaldarrokk sem allir sannir rokkunnendur verða að upplifa, aftur og aftur.

Margir af bestu rokksöngvurum þjóðarinnar leiða saman hesta sína ásamt magnaðri hljómsveit. Magni, Eyþór Ingi, Páll Rósinkranz, Pétur Guðmunds  og Biggi Haralds flytja rjómann af bestu rokklögum allra tíma.

Stærstu lög rokksögunnar verða flutt á tónleikunum.  Meðal annars lög Deep Purple, Whitesnake, KISS, AC/DC, KINKS, CCR, ásamt fjölda annarra. 

Hljómsveitina Tyrkja-Guddu skipa:
Einar Þór Jóhannsson  gítar
Sigurgeir Sigmundsson gítar
Birgir Nielsen trommur
Ingimundur Óskarsson bassi
Stefán Örn Gunnlaugsson hljómborð

Þetta er viðburður sem enginn sannur rokkkunnandi má láta framhjá sér fara.

Til baka