Ross Jamie Collins kemur norður
Ross Jamie Collins mun hljómsveitastýra Sinfóníuhljómsveit Norðurlands þegar viðburðurinn Meistarar Strengjanna verður fluttur í Hofi á Akureyri. Hann hefur grunn sem selló leikari, píanisti og barítónn og þrátt fyrir ungan aldur (fæddur 1981) hefur Ross mikla reynslu af hljómsveitarstjórnun en hann stýrði sínum fyrsta konsert aðeins 15 ára að aldri. Hann hefur grunn sem Selló leikari, píanisti og barítónn og hefur stýrt sinfóníuhljómsveitum út um allan heim eins og t.d. Boston Symphony, Helsinki Philharmonic, Evergreen Symphony í Taipei, London's Philharmonia Orchestra og Tokyo Symphony Orchestra.
Íslendingum er hann góðkunnur þar sem hann hefur stýrt viðburðum fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Það er því mjög spennandi fyrir norðlendinga að fá svo ungan og reyndan hljómsveitarstjóra til að stýra þessum einstaka tónlistarviðburði sem framundan er.
Meistarar Strengjanna verður sunnudaginn 26. janúar kl. 16.00 í aðalsal Hofs. Nánari upplýsingar og miðasala er á www.MAK.is