Fara í efni

Salka Sól, Selma og Björk mæta með Bíddu bara í Hof - Aukasýning komin í sölu

Gaflaraleikhúsið sýnir metsölusýninguna Bíddu Bara í Hofi laugardaginn 11. febrúar. Viðtökur hafa verið svo góðar að þær Salka Sól. Selma og Björk hafa bætt við aukasýningu  kl. 17 en nánast uppselt er á sýninguna kl. 20. 

Bíddu bara hefur nú verið sýnd yfir 60 sinnum fyrir fullu húsi í Hafnarfirði. Sýningin,sem er alger hlátursprengja, er eftir stórstjörnurnar Björk Jakobsdóttur, Sölku Sól Eyfeld og Selmu Björnsdóttur. Þetta einlæga, beitta og drepfyndna verk fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frú-strasjónir. Þetta er verk um íslenskar konur, samið af íslenskum konum og fyrir íslenskar konur (og fyrrverandi, núverandi og tilvonandi eiginmenn sem þora að koma).

Uppistand, samtöl og söngur af bestu sort. Miðasala hér

Til baka