Fara í efni

Samhugur og kærleikur á Bleika konukvöldinu

Kynnar kvöldsins voru fjölmiðlaparið, Þórhildur Ólafsdóttir og Sveinn H. Guðmarsson og fjölmargir listamenn komu fram og lögðu þannig málefninu lið. Dóróthea Jónsdóttir sagði frá reynslu sinni af baráttu við brjóstakrabbamein á einlægan hátt og félagar frá Krabbameinsfélagi Akureyrar voru á staðnum og kynntu starfsemi sína.

Þorbjörg Ingvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis var afar ánægð með framtakið. „Það var yndislegt að vera þarna með öllum þessum konum og finna samhug, kærleika og umfram allt bjartsýni og gleði sem ríkti þarna. Það er okkur hvatning til að halda ótrauðar áfram í þeirri viðleitni félagsins að styðja við krabbameinsgreinda einstaklinga og aðstandendur þeirra hér á Norðurlandi. Það þarf oft að klífa brattar brekkur sem virðast erfiðar, en með bjartsýnina að leiðarljósi og bakland sem hvetur áfram, má oft ná mjög langt.“

Á meðal listamanna sem komu fram voru; Lay Low, Kristjana Arngrímsdóttir, Alt saman, Eyþór Ingi Jónsson, Kammerkórinn Ísold, hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Ívar Helgason, Hvanndalsbræður, Eyrún Unnarsdóttir, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Óskar Pétursson og dansarar frá Point dansstúdíói.

Einnig styrktu fjölmörg fyrirtæki verkefnið.

Myndir frá kvöldinu.

Til baka