Fara í efni

Samningur um menningarbrú milli HOFS og HÖRPU

Menningarbrú

Stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss og stjórn Menningarfélags Akureyrar (MAk) fyrir hönd menningarhússins Hofs hafa ákveðið að hefja samstarf um menningarbrú milli Reykjavíkur og Akureyrar. Samstarfið er liður í viðleitni menningarhúsanna beggja til að efla menningarstarf og auka sýnileika menningarframleiðslu um allt land.

Kraftbirtingarmynd þessa samnings birtist t.d í nýlegum heimsóknum SinfóníaNord og Dimmu og Leikfélags Akureyrar með leiksýninguna Þetta er grín án Djóks. En þessir viðburðir tókust einstaklega vela bæði listrænt og markaðslega séð.
 
Stjórnir MAk og Hörpu ætla einnig að leggja sig fram um að styrkja samstarf sitt með því að skiptast á tónleikum og viðburðum eftir því sem við á. Þar koma sýningar Leikfélags Akureyrar jafnt til greina og SN með tónleika sína. Þetta á líka við um framleiðslu Hörpu á viðburðum og tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Akureyri.
 
Þann 21.12 2015 undirrituðu Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu og Sigurður Kristinsson formaður stjórnar MAk þennan tímamóta samning í Hofi.
Til baka