Fara í efni

Sellótónleikar Sæunnar Þorsteinsdóttur

Sæunn Þorsteinsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1984.  Hún hóf tónlistarnám fjögurra ára við forskóla Tónlistarskólans á Akureyri en árið eftir sellónám hjá Hauki Haraldsyni í Reykjavík. Sjö ára fluttist hún til Bandaríkjanna og hefur búið þar að mestu síðan en sneri aftur til Akureyrar um tíma á unglingsárunum og var þá í sellónámi við Tónlistarskólann hjá Stefáni Erni Arnarsyni.  Árið 2006 útskrifaðist hún með Bachelor gráðu frá Cleveland Institute of Music með hæstu einkunn og lagði í framhaldinu stund á meistaranám við Juilliard tónlistarháskólann í New York. Hún útskrifaðist þaðan árið 2008. Aðalkennarar hennar hafa verið Richard Aaron, Tanya Carey og Joel Krosnick.

Sæunn býr nú í New York og hefur mikið komið fram í Bandaríkjunum og víða í Evrópu og hér heima sem flytjandi kammertónlistar, meðal annars með Itzhak Perlman, Kim Kashkashian, Mitsuko Uchida, Cavani kvartetinum,  sem og meðlimum the Guarneri Quartet. Undanfarið hefur Sæunn verð meðlimur Ensemble ACJW sem er samvinnuverkefni Carnegie Hall, Juilliard tónlistarháskólans og Weill Music stofnunarinnar með stuðningi menntasviðs New York borgar. Hópurinn kemur reglulega fram í Carnegie Hall og í skólum borgarinnar.

Þá hefur Sæunn komið fram sem einleikari meðal annarra með Des Moines Symphony, Great Lakes Chamber Orchestra Silesian Philharmonic í Póllandi, Colombian Youth Philharmonic í Kólumbíu auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Sæunn hefur lagt áherslu á flutning nýrrar tónlistar og hefur frumflutt fjölda verka, meðal annars verk sérstaklega samin fyrir hana af Daníel Bjarnasyni og Nicholas Csicsko.(einnig útbreiðslu og kynningu klassískrar tónlistar m.a. á vegum Carnegie Hall....

Sæunn er viðurkenndur Suzuki kennari og hefur notið leiðsagnar Tanya Lesinsky Carey sem og verið aðstoðarkennari hennar við Meadowmount School of Music.

Sæunn hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, svo sem Janigro Family and Romanini Foundation verðlaunin við Antonio Janigro International Cello Competition í Sagreb og Zara Nelsova verðlaunin við Naumburg Competition í New York árið 2008.

Miðaverð: 2.000 kr.
Frítt inn fyrir 16 ára og yngri
10% afsláttur fyrir öryrkja og eldri borgara

Vinsamlegast athugið að það eru ónúmeruð sæti á tónleikunum.

Miðasalan fer fram á vefnum og einnig er hægt að kaupa miða á tónleikakvöldi, miðasalan er opin frá kl. 18.

Til baka