Fara í efni

Síðasta sýning á Sek - í samvinnu við Aflið

Laugardaginn 16. nóvember kl. 20:00 er síðasta sýningin hjá Leikfélagi Akureyrar á hinu magnaða leikverki Sek eftir Hrafnhildi Hagalín. Í tilefni af átaki gegn kynbundnu ofbeldi taka LA og AFLIÐ - samtök gegn kynferðis - og heimilisofbeldi á Norðurlandi höndum saman. 500 krónur af hverjum aðgöngumiða munu renna til samtakanna og að sýningu lokinni verður pallborð þar sem rædd verður staða málaflokksins fyrr og nú. Í pallborðinu sitja Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, Margrét Helga Erlingsdóttir frá listahópnum Barningi, Ingibjörg Huld Haraldsdóttir, leikstjóri,  Anna María Hjálmarsdóttir, formaður Aflsins og Logi Már Einarsson, arkitekt og bæjarfulltrúi. 


Til baka