Fara í efni

SÍÐASTA SÝNINGARHELGI “Aðgerð/Gutted”

Sýningargestur á sýningu Haraldar Inga Haraldssonar Aðgerð/Gutted 
Ljósmyndari: Auðunn Níelsson
Sýningargestur á sýningu Haraldar Inga Haraldssonar Aðgerð/Gutted
Ljósmyndari: Auðunn Níelsson

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu bæjarlistamanns Akureyrar 2016-17 Haraldar Inga Haraldssonar Aðgerð/Gutted  hér í Hamragili  Sýningin sem samanstendur af málverkum og smáskúlptúrum hefur staðið frá 13. maí síðastliðnum og lýkur nú á sunnudaginn 13. ágúst.

Verk hans  eru pólitísk, frásagnarleg og fjalla öðru fremur um hættulegustu farsóttina sem plagað hefur mannkynið:  græðgi og valdafíkn. Haraldur notar akríl-liti og málar á grafíska filmu með pappírsbaki. Sýningin er hluti af þeim myndheimi sem Haraldur hefur verið að þróa frá því um 2000 og kallar Codhead. Þessi sýning er nr. XIV og tengist innsetningu sem hann hélt í Listasafninu á Akureyri 2002.

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Hof til þess að skoða sýninguna. Hún hefur vakið athygli og skemmtilegar umræður hafa skapast milli  sýningargesta þar sem viðfangsefnið er mjög tengt þjóðfélagsmálum í dag.

Ný myndlistasýning “22 konur” opnar þann 25.ágúst á Akureyrarvöku. Þar sýnir Íris Auður Jónsdóttir 22 portrait myndir  af konum sem endurspegla kvenpersónur sem koma úr hugarheimi listamannsins.

 

 

Til baka