Síðasti dagur á forsölutilboði á morgun 12. maí
11.05.2011
Á þessum tónleikum koma til liðs við SN og TA hljómsveitir frá tveim tónlistarskólum í Danmörku, nánar tiltekið
Hvidövre og Albertslund. Á efnisskránni verður Sinfónía nr. 2 eftir J. Brahms, Svíta fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Christian Sinding og
Finlandia eftir Jean Sibelius.
Einleikari á fiðlu er norskur fiðluleikari Bård Monsen. Einnig mun Karlakór Akureyrar Geysir syngja með hljómsveitinni.
Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Einnig er tilboð fyrir 16 ára og yngri 1.000 kr en það er einungis bókanlegt í miðasölu Hofs og við innganginn á tónleikunum í Langholtskirkju.