SinfoniaNord leikur fyrir BBC
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands/SinfoniaNord leikur í dag í Hofi fyrir heimildamyndaröð sjónvarpssrisans BBC. Kvikmyndatónlistarfyrirtækið Bleeding Fingers Music sér um tónlistina í þáttunum en fyrirtækið á heiðurinn að tónlistinni í náttúrulífsmyndunum Blue Planet II, Planet Earth II og Big Cats og að þáttum á borð við The Simpsons, Princess Diana: In Her Own Words og The World Wars og hefur hlotið bæði Emmy og BAFTA verðlaun fyrir.
Norðlenska tónskáldið, Atli Örvarsson, stjórnar sveitinni í tökunum en það er Grammy verðlaunahafinn Stephen McLaughlin sem er upptökustjóri. McLaughlin hefur stjórnað upptökum á tónlist á yfir 150 kvikmyndaverkefnum þar á meðal Die Hard og Lethal Weapon myndanna og stórmyndinni Interview with the Wampire: The Vampire Chronicles, sem hlaut tilnefningu til óskarsverðlauna, Robin Hood: Prince of Thieves, en hljóðplata þeirrar kvikmyndar seldist í tæplega fjögurra milljóna upplagi.