SinfoniaNord spilar alla strengi í samstarfi Loreen og Ólafs Arnalds
Sages – nýtt samstarfsverkefni Ólafs Arnalds og Loreen var unnið í samstarfi við SinfoniaNord sem er afsprengi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Sages er tvöföld smáskífa og tónlistarmyndband í formi stuttmyndar sem leikstýrð var af Þóru Hilmarsdóttur og tekin upp að öllu leyti á Íslandi.
Upphafið af þessu öllu var þegar Loreen vann að lokaundirbúningi fyrir flutning sinn í Eurovision keppninni árið 2023. Á þeim tíma byrjuðu Ólafur og Loreen að spjalla saman á Instagram og strax helgina eftir að Loreen vann Eurovision keppnina (í annað sinn) hófu þau sitt samstaf í stúdíó Ólafs á Íslandi.
Þegar grunnur að lögunum var klár var SinfoniaNord valin til að spila alla strengi í verkinu.
Nú tveimur árum eftir að hugmyndin kviknaði hefur verkið litið dagsins ljós og var frumsýnt á Youtube.