Fara í efni

Sjálfsmildi og framkoma, listamannaspjall og loftlagsmál og tvenna hjá GusGus!

Rafveitan GusGus heldur tvenna tónleika í Hofi á laugardagskvöldið!
Rafveitan GusGus heldur tvenna tónleika í Hofi á laugardagskvöldið!

Helgin hefst snemma í Hofi þessa vikuna með viðburðinum Uppgjör á bleikum október sem Krabbameinssfélag Akureyrar og nágrennis heldur klukkan 16 á föstudeginum. Meðal annars fer Sjálfsrækt yfir mikilvægi sjálfsmildi auk þess sem fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir fer yfir gagnleg ráð um góð samskipti og getuna til þess að tjá sig af öruggi. Viðburðurinn er öllum opinn en hann er kostaður af Velunnurum Krabbameinsfélagsins.

Listamannaspjall Jonnu fer fram í Hamragili kl. 13.20 á laugardaginn. Sýning Jonnu, Hlýnun, stendur nú yfir í Hofi og mun Jonna spjalla við gesti og gangandi en Jonna notar myndlist sína til að vekja athygli á samfélagslegum þáttum. Öll velkomin á listamannaspjallið!

Strax eftir listamannaspjallið, klukkan 14, er komið að málþingi á vegum Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar um stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftlagsmálum. Markmið málþingsins, Á brún hengiflugsins?, er að skapa vettvang fyrir opið samtal og skoðanaskipti um umhverfis- og loftlagsmálin á Akureyri, stuðla að aukinni þekkingu og vitund um þau og virkja bæjarbúa til þátttöku.

Á laugardagskvöldinu er komið að stóru stundinni þegar rafveitan  GusGus heldur tvenna tónleika í Hofi! Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 19 en þeir síðari klukkan 22. Miðasala er í fullum gangi á mak.is

Til baka