Fara í efni

Sjómannadagsstemning

Það verður létt sjómannadagsstemning í húsinu á sunnudaginn 11. júní frá klukkan 14 til 17. Fram koma fimir og flinkir danshópar frá dansskólanum Steps Dancecenter og Haraldur Ingi Haraldsson fyrrum bæjarlistamaður verður með leiðsögn um sýningu sína Aðgerð/Gutted en hún prýðir veggi Hofs. Norðlensku tónlistarkonurnar Helga Kvam, Lára Sóley Jóhannsdóttir og Þórhildur Örvarsdóttir stíga á svið um kaffileytið og flytja sjómannalög auk þess sem þau Jónína Björt Gunnarsdóttir og Ívar Helgason flytja ljúfar dægurlagaperlur. 

Harmonikkutónar munu líða um húsið og 1862 Nordic Bistro bjóða gestum og gangandi að kaupa ilmandi sjávarréttasúpu í götumáli. 

Klukkan 16 og 17 er tilvalið að fara út við Poll og sigla stuttan hring með Húna II eða vera í landi og virða fyrir sér skútur og báta sem eru við Hofsbryggjuna á vegum siglingaklúbbsins Nökkva .  

Slysavarnadeildin á Akureyri verður á staðnum og  selur sjómannadagsmerkið. 

Við bjóðum  alla velkomna í Hof á sjómannadaginn.

 Hér má sjá nánari tímasetningu á atriðum þeim sem fram fara í Hofi og á Pollinum. 

sjomannadagsstemning

Til baka