Fara í efni

Sjómannadagurinn

*Kl. 8  Fánar dregnir að húni.

*Kl. 11  Sjómannamessur í Akureyrarkirkju og Glerárkirkju.

*Kl. 12.15   Við Glerárkirkju verður lagður blómsveigur að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn.

*Kl. 13 Húni II leggur úr höfn frá Torfunefsbryggju og siglir að Sandgerðisbót.  Þar safnast smábátarnir saman og sigla hópsiglingu inn á Torfunefsbryggju.  Eldri sögulegir trébátar sigla einnig með Húna, framhjá Torfunefsbryggju og inn að  Hofi. 
Allir bátarnir verða komnir á Pollinn klukkan 14.

*Kl. 13.45  Menningarhúsið Hof - Hljóðfæraleikarar úr Lúðrasveit Akureyrar spila á sviði meðan fólk safnast saman og smábátar sigla inn Pollinn.   

*Kl. 14-16   Menningarhúsið Hof - Dagskrá hefst á sviði og verður kynnir Pétur Guðjónsson. Flutt verður ræða sjómannsdóttur og er hún í höndum Ragnhildar Benediktsdóttur frá Jötunfelli.  Yfirskrift ræðunnar “Afi og pabbi voru trillukarlar í Bótinni". 
Ljóðið Brimlending eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi verður flutt.
Strandmenningarfélag Akureyrar veitir viðurkenningu og fulltrúi frá Akureyrarbæ heldur ávarpFélagar úr Karlakór Akureyrar-Geysi flytja sívinsæl sjómannalög undir stjórn Snorra Guðvarðarsonar.

*Kl. 15  Kappróður hefst á Pollinum  og endar við Hof.

*Kl. 16  Krakkar og siglingar, siglingamenn Nökkva sýna siglingar og bátana.

*Kl. 16.15 og 17.15 Sigling um Pollinn með Húna II.  Tvær ferðir.  Kaffisala um borð.   

*Kl. 16.30   Kynning á hraðbátum og sæþotum.  

*Kl. 17 Arngrímur Jóhannsson flugkappi lendir sjóvélinni sinni á Pollinum.          

Til baka