Sjómannadagurinn í Hofi
Mikið verður um að vera í og við Hof á sjómannadaginn 2. júní kl. 14-16. Stórsveit Akureyrar spilar undir stjórn Alberto Porro Carmona. Strandmenningarfélag Akureyrar veitir viðurkenningu fyrir framlag til strandmenningar. Fósturlandsins freyjur, Halla Jóhannesdóttir, Vigdís Garðarsdóttir og María Vilborg Guðbergsdóttir, syngja við undirleik Risto Laur.
Grímur Karlsson flytur stutt erindi um upphaf síldveiða á Íslandi. Við sama tækifæri opnar hann sýningu á 18 bátalíkönum sem hann hefur gert og verða til sýnis í Hofi til 4. júní. Líkönin eru öll af eyfirskum bátum.
Jokka syngur við undirleik Reynis Schiöth. Sjómannafélag Eyjafjarðar heiðrar einstakling fyrir störf í þágu sjómanna. Harmonikkuleikarar úr Félagi harmonikkuunnenda við Eyjafjörð spila. Fram koma Hörður Kristinsson, Einar Guðmundsson og Kristján Þórðarson á harmonikkur. Auk þess spilar Pálmi Björnsson á gítar og Jóhann Möller á bassa. Pétur Guðjónsson sér um að kynna dagskrána.
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar, nánar hér.