Fara í efni

Skákmót um helgina

Keppnin fer hún nú fram í 17. sinn og hafa skákfélög af Norður- og Austurlandi hafa séð um keppnina fyrir Íslands hönd og liðsmenn þeirra skipað sveit Íslands.

Færeyingar unnu naumlega þegar telft var á heimavelli þeirra fyrir tveimur árum, en alls hafa Íslendingar sigrað 11 sinnum frá því keppnin hófst árið 1978.

Telfd verður tvöföld umferð á 11 borðum og fer fyrri umferðin fram í Framsýnarsalnum á Húsavík laugardaginn 6. ágúst kl. 18.00, en sú síðari verður telfd hér í Hofi á á sunnudeginum og hefst kl. 14.00.  Íslensku keppendurnir koma í þetta sinn úr röðum Skákfélags Akureyrar, Skákfélagsins Goðans, Skáksambands Austurlands og Taflfélagsins Máta.

Færeyingarnir mæta með sterka sveit til leiks í þetta sinn og má búast við jafnri og spennandi keppni.  Í seinni umferðinni á sunnudag mun íslenska m.a. liðið tefla fram hinum 11 ára gamla Jóni Kristni Þorgeirssyni. Hann verður þá sá langyngsti sem tekið hefur þátt í landskeppninni frá upphafi og sá yngsti sem nokkru sinni hefur teflt hefur fyrir Íslands hönd í keppni þar sem ekki er raðað í aldursflokka.  

Til baka