Skapandi sumarvinna fyrir unglinga
Menningarfélag Akureyrar býður sjö krökkum vinnu í sumar við Leikfélag unga fólksins.
Leikfélag unga fólksins er nýtt atvinnuleikhús á Akureyri fyrir krakka fædda 2003-2005 þar sem krakkarnir fá tækifæri til að vinna í faglegu umhverfi og segja sögur úr sínum raunveruleika.
Verkið sem tekið verður fyrir í sumar fjallar um þær margslungnu hindranir og áskoranir sem móta sjálfsmynd unglingsáranna eins og t.d. einelti, kvíði, líkamsímynd, kynvitund, samfélagsmiðlar og almenn samskipti við jafningja sem og fullorðna.
Æft verður í júlí og ágúst og frumsýnt í lok ágúst 2019 í Samkomuhúsinu. Leikstjóri verður leikkonan og leiklistarkennarinn Vala Fannell.
Prufurnar fara fram í Samkomuhúsinu á Akureyri helgina 29. og 30. júní þar sem sjö ungmenni verða valin til að fara með hlutverk sýningarinnar.
Skráning í prufurnar er HÉR
Nánari upplýsingar gefur Vala Fannell, leikstjóri. Netfang: valafannell@gmail.com