Skemmtileg helgi framundan
28.09.2023
Fjörið verður í aðalhlutverki um helgina hjá Menningarfélagi Akureyrar! Sýningin Njála á hundavaði er sýnd í Samkomuhúsinu og engir aðrir en Hvanndalsbræður troða upp í Hofi á laugardagskvöldinu.
Hljómsveitin Hvanndalsbræður er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í tónleikahaldi með sambland af ýmiskonar uppákomum, tónlist og sprelli. Hér verður engin undantekning á því gerð og tæknibúnaður Hofs verður reyndur til hins ýtrasta. Ef þú ert ekki þegar komin með miða skaltu ekki geyma það lengur því þetta verður óborganleg skemmtun. Miðasala er hér.
Njála á hundavaði sló í gegn þegar sýningin var sýnd í Borgarleikhúsinu en nú eru þeir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson komnir heim í Samkomuhúsið. Tryggðu þér miða strax á mak.is.