Skólakrakkar fræðast
26.10.2012
Fjölmargir hafa lagt leið sína í Hof síðustu daga til að skoða fræðslu- og ljósmyndasýningin um kjarnorkuárásirnar í Hírósíma og Nagasaki.
Í morgun sóttu nemendur Glerárskóla sýninguna með kennara sínum og unnu verkefni á staðnum. Krakkarnir voru sammála um að sýningin hafið verið mjög áhugaverð og vakið þau til aukinnar vitundar um afleiðingar kjarnorkuvopna og styrjalda almennt.
Sýningarlok í Hofi verða 29. október næstkomandi.