Skólastjóri Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar
15.04.2020
Leikfélag Akureyrar auglýsir eftir skólastjóra Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar (LLA).
Skólinn er ætlaður börnum í 2.-10. bekk grunnskóla. Í skólanum læra börnin öll helstu undirstöðuatriði leiklistar en fyrst og fremst miðar námið að því að nemendur byggi uppsjálfstraust, hugrekki, aga og tækni með gleðina í fyrirrúmi.
Helstu verkefni
- Daglegur rekstur skólans.
- Kennsla í skólanum.
- Stefnumótun og námsáætlun skólans .
- Utanumhald nemendaskrár.
- Samskipti við foreldra,nemendur og aðra kennara LLA.
Hæfniskröfur
- Háskólapróf í leiklist.
- Reynsla af kennslu eða vinnu með börnum.
- Skipulagshæfni, frumkvæði og faglegur metnaður
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af stjórnun er kostur
Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2020. Um er að ræða 50% starf. Frekari upplýsingar gefur Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar marta@mak.is
Leiklistarskólinn er rekinnafMenningarfélagiAkureyrar. Frekariupplýsingarumskólannog Menningarfélagiðeruaðfinna á heimasíðunni mak.is.
Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á umsoknir@mak.is. Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2020.