Skólatónleikar með tónelsku músíkmúsinni Maximús músíkús í Hofi
22.03.2022
Loksins er komið að skólatónleikunum með tónelsku músíkmúsinni Maximús músíkús! Dagana 3. og 4. apríl verður yngstu krökkum í grunnskólum Akureyrar boðið á skólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands með Maximús í Menningarhúsinu Hofi.
Tónleikarnir eru til heiðurs og minningar Hallfríðar Ólafsdóttur höfundar ævintýrsins.
Sögumaður verður enginn annar en leikarinn Björgvin Franz Gíslason, stjórnandi Ármann Helgason og það er Margrét Lára Rúnarsdóttir sem leikur músina.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur krakkar!