Fara í efni

Skráning í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar er hér

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar býður alla krakka frá 2. og upp í 10. bekk grunnskóla velkomna í faglegan og skemmtilegan leiklistarskóla. Í skólanum læra börnin öll helstu undirstöðuatriði leiklistar en fyrst og fremst miðar námið að því að nemendur byggi upp sjálfstraust, hugrekki, aga og tækni, allt með leikgleðina í fyrirrúmi.

Kennsla Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar á haustönn 2021 hefst 13. sept og lýkur 12. des með lokasýningu í Samkomuhúsinu. Kennslan fer fram í nýjum og glæsilegum salarkynnum DSA að Glerárgötu 28 á annari hæð.

Skráning hér

Nánari upplýsingar eru hér.

 

 

 

Til baka