Fara í efni

Skráning í LLA er hafin

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar eða LLA hefur verið starfandi frá því árið 2009. Fjöldi nemenda hefur streymt í gegnum námið sem sett er upp í aldursskiptum heilsárs námskeiðum. Um 75 nemendur sækja skólann á hverju misseri og hafa margir hverjir verið með frá upphafi. Skólinn er ætlaður börnum og unglingum í 3. - 10. bekk grunnskóla. Skólasókn er 60 til 90 mínútna kennslustundir einu sinni í viku í 11 skipti á hvorri önn. Hverju misseri lýkur með kynningu eða sýningu og er þá tímasókn jafnan aukin vikuna fyrir sýningu. 

Markmið skólans er að gefa ungu fólki tækifæri til að þroska og þróa aðferðir til að beisla sköpunarkraft sinn og beina honum í listrænan farveg. Áhersla er á sviðslistir í sem víðastri merkingu.

Umsóknarfrestur til að sækja um nám á haustönn 2015 er til 14.sept Einungis er tekið við netumsóknum, en eyðublað má sækja hér. Skólagjöld eru kr. 30.000, 50% systkinaafsláttur, þriðja systkini fær frítt. Kennsla hefst mánudaginn 21. sept. 

Skólinn er fyrir börn í 3. -10. bekk grunnskóla. Skipt verður í hópa eftir reynslu og aldri og er hver hópur einu sinni í viku, í 90 mín í senn. Kennt verður á mánudögum 16:00 og 17:30 og á miðvikudögum kl. 16:15, Önnin telur 11 skipti allt í allt. 

5. 6. og 7. bekkur verða á mánudögum kl 16.00-17.30

10. 9. og 8 bekkur verður á mánudögum kl 17.30-19.00

3. og 4. bekkur á miðvikudögum kl. 16.15 - 17.15

Sem fyrr segir verður kynning/sýning á þvi sem nemendur hafa verið að vinna að á önninni í lok annar. Einnig verður foreldrum boðið að kíkja í tíma um miðbik annarinnar.

Til baka