Fara í efni

Skráningar eru hafnar í leiklistarskóla LA - haustönn

Markmið skólans er að gefa ungu fólki tækifæri til að þroska og þróa aðferðir til að beisla sköpunarkraft sinn og beina honum í listrænan farveg. Áhersla er lögð á leiktúlkun, raddbeitingu, samvinnu og framsetningu leikins efnis á sviði.

Á haustönn yngra árs verður lögð áhersla á að segja sögu, tengingu líkama og raddar og þjálfun í að skilja uppbyggingu og segja sögu.  Að loknu námskeiðinu skal nemandinn hafa öðlast grunn þjálfun í framsetningu á leiknu efni, vera fær um að tjá sig fyrir framan áhorfendur og hafa grunn skilning á vinnu í hóp.

Kennslutími: mánudaga og þriðjudaga kl. 15:30/17:00*. Fyrsti tími 22. september. Síðasti tími 9. desember.

Á haustönn eldra árs er áherslan á senuvinnu. Auka skilning og læsi á leiktexta ásamt áframhaldandi þjálfun í rými, skynjun, leiktúlkun og rödd.  Að loknu námskeiðinu skal nemandinn hafa öðlast þjálfun og skilning á völdum aðferðum er lúta að sviðslistum, vera fær um að tjá sig fyrir framan áhorfendur og hafa góðan skilning á vinnu í hóp.

Kennslutími: mánudaga kl. 18:00 og þriðjudaga kl. 18:00*. Fyrsti tími 22. september. Síðasti tími 9. desember.

Hverjum hóp verður kennt einu sinni í viku í Rýminu og  Samkomuhúsinu. Hver kennslustund er 1 ½ klst.

Í lok námskeiðanna verður kynning/sýning á þvi sem nemendur hafa verið að vinna að á önninni. Einnig verður foreldrum boðið að kíkja í tíma um miðbik annarinnar.

Skólagjöld eru kr. 25.000.-

*Athugið að fjöldi hópa fer eftir þátttöku.

 Skráning er hafin og hægt er að nálgast eyðublöð hér : http://www.leikfelag.is/is/leiklistarskoli/umsoknareydublad-lla

 Umsóknarfrestur er til 17. september

 

 

 

Til baka