Sannkölluð barnahelgi í Hofi með skrímslum og tónlistarsmiðju
25.01.2024
Það verður sannkölluð barnahelgi í Hofi með skrímslum og tónlistarsmiðju!
Fallega sýningum um Litla skrímslið og stóra skrímslið fer fram í Svarta Kassanum laugardag og sunnudag og eru tvær sýningar hvorn daginn. Enn eru einhverjir miðar lausir á mak.is.
Á sunnudeginum fer fram Tónlistarsmiðja í Hofi þar sem börn í 5.-10. bekk í grunnskólum á Norðurlandi eystra læra að gera sína eigin tónlist. Leiðbeinendur eru engir aðrir en tónlistarfólkið Greta Salóme og Júlí Heiðar.