Sögustund Þjóðleikhússins í Hofi
12.09.2018
Í dag heimsóttu 600 leikskólabörn og kennarar þeirra Hof þar sem þau fengu tækifæri til að upplifa Sögustund Þjóðleikhússins í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og Akureyrarbæ.
Elstu deildum allra leikskóla á Akureyri, ásamt kennurum þeirra, var boðið í heimsókn til að kynnast töfraheimi leikhússins. Það var brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik sem sýndi börnunum sjö stutta leikþætti í Hömrum og kölluðu trébrúður hans og heillandi töfrabrögð fram eftirvæntingu og hlátur hinna ungu leikhúsgestanna.
Það voru því kátir krakkar sem gengu út úr Hofi með kennurum sínum eftir skemmtilega og töfrandi stund í brúðuleikhúsi.