Söngkeppni félagsmiðstöðva Akureyrar í kvöld
22.11.2012
Söngkeppni félagsmiðstöðva Akureyrar verður haldin í Hofi í kvöld og hefst keppnin kl 19.
Söngkeppnin er fyrsti hluti af Söngkeppni Samfés sem verður haldin í Reykjavík í mars. Þegar uppi er staðið komast fjögur atriði áfram í Söngkeppni Norðurlands sem verður haldin á Húsavík í lok janúar. Undanfarin ár hafa mörg glæsileg atriði komið frá Akureyri og farið alla leið í lokakeppnina í Laugardalshöll.
Söngkeppnin er frábær vettvangur fyrir ungt fólk að sýna hæfileika sína og stíga sín fyrstu skref sem tónlistarfólk. Þáttakendur koma úr öllum fjórum félagsmiðstöðvum Akureyrar. Við hvetjum sem flesta til að mæta og sjá hæfileikarík ungmenni stíga sín fyrstu skref.
Miða á söngkeppnina má nálgast hjá félagsmiðstöðvunum og í Hofi frá kl. 18.