Fara í efni

Sönglög Jórunnar Viðar í Hofi

Tónleikarnir Sönglög Jórunnar Viðar fara fram í Hofi annað kvöld, fimmtudaginn 10. júní klukkan 20. Á tónleikunum flytja þær Halla Ólöf Jónsdóttir söngkona, Steinunn Hailer Halldórsdóttir píanóleikari og Eydís S. Úlfarsdóttir víóluleikari nokkur af sönglögum Jórunnar Viðar en í desember 2018 voru 100 ár liðin frá fæðingu hennar. Af því tilefni er ástæða til að halda sígildri og fallegri tónlist hennar áfram á lofti.

Sönglög Jórunnar Viðar er hluti af Listviðburðaröð VERÐANDI í tilefni af 10+1 árs afmæli Menningarhússins Hofs. Barr kaffihús, nýja kaffihúsið í Menningarhúsinu Hofi, verður opið á tónleikunum. 

 

Til baka