Spari Dynheimaball í Hofi um versló
31.07.2017
Hefð er fyrir því um verslunarmannahelgina á Akureyri að fram fari svokallað Dynheimaball og er um að ræða dansleik fyrir fullorðið fólk (allir eldri en 30 ára). Er þá verið að vísa í félagsmiðstöðina Dynheima þar sem ungt fólk dansaði á áttunda og níunda áratugnum og fá margir fiðring í tærnar við tilhugsunina eina. Í ár verður dansleikurinn settur í sparibúning og haldinn hér í Hofi nánar tiltekið í Hömrum og Hamragili. Laugardaginn 5. ágúst kl 22.00 hefst ballið og því ráð að pússa dansskóna og þurrka rykið af spariklæðnaðnum. Það eru plötusnúðarnir N3 og veitingastaðurinn 1862 Nordic Bistro sem standa fyrir Spari Dynheimaballinu.
Miðasala er hafin á mak.is - hér getur þú keypt miða.
Snyrtilegur klæðnaður og 30 ára aldurstakmark.