Fara í efni

Sprengjusérfræðingur og sinfóníutónleikar

Hjörleifur Örn Jónsson slagverksleikari og Ólafur Tryggvi Ólafsson frá Björgunarsveitinni Súlum
Hjörleifur Örn Jónsson slagverksleikari og Ólafur Tryggvi Ólafsson frá Björgunarsveitinni Súlum

Mikið verður um dýrðir þegar Forleikurinn 1812 eftir P. I. Tchaikovsky verður fluttur. Verkið sem er skrifað fyrir sinfóníuhljómsveit, kirkjuklukkur og 16 fallbyssur samdi Tchaikovsky til að minnast árásar Napóleons á Moskvu árið 1812 og sigur Rússa á her Napóleons. Forleikurinn var frumfluttur árið 1880 og inniheldur hann stef úr mörgum þekktum lögum sem tengjast franskri og rússneskri sögu.

Forleikinn ætlar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands að flytja með tilheyrandi fallbyssuskotum á sviðinu í Hofi. Sérlegur sprengjusérfræðingur kemur til liðs við hljómsveitina og slagverksleikari með stáltaugar sinna verkinu þegar á hólminn er komið. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er flutt með þessum hætti á Íslandi.

Miðasala er hafin í Hofi og nú er að tryggja sér miða í tíma á einstakan viðburð! Einnig er hægt að kaupa miða hér.  

Til baka