Spunanámskeið fyrir 18 ára og eldri
28.02.2022
Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar kynnir:
Loksins á Akureyri: Spunanámskeið frá Impro Ísland! Helgina 19. og 20. mars kl. 13-16 í Menningarhúsinu Hofi.
Farið er yfir grunnreglur spunans á skemmtilegan og uppbyggilegan hátt. Hugmyndafræðin er útskýrð en hún nýtist ekki aðeins á sviði leiklistar heldur í allri skapandi vinnu sem og í lífinu sjálfu. Spuninn ögrar okkur, kennir okkur að vera í núinu og að hætta að dæma okkur svona hart. Það á bara að vera gaman.
Hákon Örn Helgason kennir á námskeiðinu. Hann er grínisti, sviðshöfundur og spunaleikari og meðlimur í sýningarhópi Improv Ísland og uppistandshópnum VHS.
Námskeiðið kostar 15.000 kr og það er takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráning hér.