Fara í efni

Stórkostlegir strengir

Tónleikarnir sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt síðastliðinn sunnudag undir yfirskriftinni Meistarar strengjanna voru á heimsmælikvarða þar sem hvert meistaraverkið á fætur öðru var flutt af mikilli fagmennsku.

Efnisskrá tónleikanna var byggð á verkum skrifuð fyrir strengjahljóðfæri og þó svo að höfundar verkanna séu að mörgu leyti ólíkir þá pössuðu þessi verk einstaklega vel saman og mótuðu hljóðheim sem töfraði fram einstaka stund, heilnæma jafnt fyrir eyru, sál og sinni. Hljómsveitarstjórinn ungi, Ross Jamie Collins stýrði hljómsveitinni af mikilli fagmennsku og tryggði að ekki var feilnóta leikin.

Sindri Swan ljósmyndari mætti á svæðið og fangað nokkur augnablik.

Skoða myndaalbúm

Til baka