Strengjasveitir sunnan og norðan
02.06.2012
-
02.06.2012
Efnisskráin verður að mestu í höndum sunnanmanna sem munu m.a. flytja verk eftir Handel, Mozart, Warlock og McLean.
Hápuntur tónleikanna er samvinna strengjasveitanna sem sameinast um flutning 3ja verkefna. Alls koma 39 hljóðfæraleikarar fram á tónleikunum.
Stjórnandi er Helga Þórarinsdóttir.
Allir eru velkomnir á tónleikana og aðgangur ókeypis. Strengjasveitirnar munu ljúka samspilinu með því að leika við messu í Akureyrarkirkju sunnudaginn 3. júní kl. 11.